Smáframleiðendur á ferðinni

Austan Vatna

Austan Vatna er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem framleiðir matarhandverk úr staðbundnu hráefni og tekur einnig að sér veisluþjónustu. Við erum íslensk og argentísk og maturinn okkar er innblásinn af argentískum hefðum, ferðalögum okkar um Suður Ameríku og íslenskum mat og matarvenjum. Við vinnum og störfum eftir okkar heimspeki, en nýtni, fullvinnsla og virðing fyrir lífi og dauða er okkur ofarlega í huga. Við leggjum mikla áherslu á gæði hráefnis og störfum þétt við hlið bænda í okkar nærumhverfi. Við erum stolt af því að geta boðið upp á svo fjölbreytt úrval frábærra kræsinga, allt beint úr héraði. Við framleiðum sjálf allt sem við getum frá grunni og erum alltaf að finna leiðir til þess að nýta hráefnin betur.

Chimichurri - steikarsósa

1.500 ISK

200 ml

Skoða