Smáframleiðendur á ferðinni
Velkomin í netverslun Vörusmiðju BioPol.
Verslunin er fyrir alla sem vilja vita uppruna vörunnar. Smáframleiðendur á svæðinu standa að því vöruframboði sem er í boði í netverslun okkar.
Á síðunni er hægt að velja nokkar leiðir til að finna þá vöru sem hentar, hægt er að velja eftri framleiðendum, vöruflokki og vörum.

Við bjóðum upp á þrjá afhendingarmáta fyrir pantanir
1. Sækja pöntun í Vörusmiðju BioPol Skagaströnd á miðvikudögum
2. Fá afhent í bíl smáframleiðenda eftir leiðarkerfi bílsins HÉR
3. Fá sent með Flytjanda/Eimskip á miðvikudögum
Pantanir þurfa að berast fyrir kl 12.00 á mánudögum

Austan Vatna

Austan Vatna er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem framleiðir matarhandverk úr staðbundnu hráefni og tekur einnig að sér veisluþjónustu. Við erum íslensk og argentísk og maturinn okkar er innblásinn af argentískum hefðum, ferðalögum okkar um Suður Ameríku og íslenskum mat og matarvenjum. Við vinnum og störfum eftir okkar heimspeki, en nýtni, fullvinnsla og virðing fyrir lífi og dauða er okkur ofarlega í huga. Við leggjum mikla áherslu á gæði hráefnis og störfum þétt við hlið bænda í okkar nærumhverfi. Við erum stolt af því að geta boðið upp á svo fjölbreytt úrval frábærra kræsinga, allt beint úr héraði. Við framleiðum sjálf allt sem við getum frá grunni og erum alltaf að finna leiðir til þess að nýta hráefnin betur.