Smáframleiðendur á ferðinni

Gandur

Gandur er vörulína sem er framleidd af fjölskyldufyrirtækinu Urðarketti ehf. á Syðra-Skörðugili, en þar er stunduð loðdýrarækt, sauðfjárrækt og hrossarækt. Við leggjum áherslu á að stunda umhverfisvænan landbúnað og í staðinn fyrir að urða fituna sem fellur til við verkun skinna með tilheyrandi umhverfisálagi, búum við til minkaolíu. Olían hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum (ómega 3 og ómega 6), sem gefa henni alveg einstaka eiginleika. Minkaolían er einstaklega græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og gerir hana flauelsmjúka. Olían reynist einnig vel á ýmis húðvandamál, þurrkbletti og sár. Í smyrslin bætum við handtíndum íslenskum jurtum sem þekktar eru fyrir ýmis jákvæð áhrif á bæði sár og bólgur ásamt bývaxi, E-vítamíni og ilmolíum.

Hælabót

3.500 ISK

100 ml

Skoða

Leðurfeiti

2.500 ISK

300 ml

Skoða

Húðsmyrsl

3.500 ISK

100 ml

Skoða

Handabót

1.800 ISK

50 ml

Skoða

Sárabót

3.000 ISK

50 ml

Skoða